Breyting á leghálsi

07.04.2008

Ég var að velta því fyrir mér hvort að maður fyndi fyrir því þegar leghálsinn er að styttast eða mýkjast og ef svo er hvernig sú tilfinning væri. Ég er núna gengin rúmar 30v með tvíbura og hef verið að fá einskonar kítl í leggöngin af og til ekki ólíkt því og rétt áður en maður fær fullnægingu, og hef verið að velta því fyrir mér hvort þetta hafi eitthvað með það að gera?


Nei sennilega hefur það ekkert með breytingu á leghálsi að gera heldur stafar af auknum þrýstingi stækkandi barna.  Ef þú gengur með fyrstu börn byrjar leghálsinn ekki að breytast að neinu ráði fyrr en þú ferð að finna hríðarverki.  Þeir byrja á því að vera óreglulegir, mislangir og missterkir og fara svo út í að vera reglulegir, jafnlangir og jafnsterkir og þá ertu byrjuð í virkri fæðingu.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
7. apríl 2008.