Bundið fyrir eggjastokka

24.02.2009

Góðan dag og takk fyrir flottan og fróðlegan vef!


Nú langar mig að spyrja ykkur hvort möguleiki sé að fá fæðingarlækninn til að binda fyrir eggjastokkana á sama tíma og hann framkvæmir keisaraskurð?   Er það séns svo maður þurfi ekki að fara aftur í skurðaðgerð til að láta hnýta fyrir stokkana?

Kveðja,Anna S.


Komdu sæl Anna.

Já það er algengt að það sé gert um leið og keisaraskurður ef búið er að taka þá ákvörðun að eignast ekki fleiri börn.  Talaðu um þetta við lækninn þinn um leið og þið ræðið keisaraskurðinn.


Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
24. febrúar 2009.