Dagsetning á keisara

25.01.2008

Sælar og takk fyrir frábæran vef !

Ég var að velta fyrir mér þegar ákveðin er dagsetning á fyrirfram ákveðnum keisara, sem er vanalega gerður við viku 39, en ef sá dagur er sunnudagur hvort er líklegra að maður yrði skorin á föstudegi þá komin 38 vikur og 5 daga eða eftir helgina á mánudegi eða þriðjudegi þá komin rúmlega 39 vikur.

Bestu kveðjur, Bumba.


Sæl

Það hlýtur að vera samkomulag við lækninn sem sker þig upp hvort það er fyrir eða eftir helgina. Annars er best að keisarinn sé gerður nær áætluðum fæðingartíma, hver dagur skiptir máli fyrir barnið því þá er það betur undirbúið að koma í heiminn.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. janúar 2008.