Ef það yrði keisari aftur

08.03.2006

Sælar, og takk fyrir frábæran vef!

Ég eignaðist dóttur fyrir tæpum fjórum árum með keisaraskurði og á nú von á mínu öðru barni eftir u.þ.b. 7 vikur.  Ég stefni að því að fæða eðlilega í þetta sinn, en er samt að velta ýmsu fyrir mér varðandi keisarann, ef svo færi að maður lenti í því aftur, sem er talið líklegra ef maður hefur farið í keisara áður.  Reyndar er ég ekki viss um að þetta séu spurningar sem þið getið svarað og ég ætti kannski frekar að snúa mér að kvensjúkdómalækni, en ég læt á það reyna.  Ég eignaðist dóttur mína erlendis og var skurðurinn heftaður saman og heftin síðan fjarlægð u.þ.b. 4-5 dögum eftir aðgerðina.  Er skurðurinn heftaður saman hérna eða saumaður saman?  Er maður ekki örugglega skorinn á sama stað og síðast, þannig að maður verði áfram með eitt ör, en ekki tvö? En sem fyrr segir, þá stefni ég á að ganga í gegnum náttúrulega fæðingu í þetta sinn, en vil samt hafa allt á hreinu.

Bestu kveðjur og þakkir.

...................................................................................................

Sæl og blessuð!

Það er misjafnt eftir læknum hvort þeir nota hefti eða sauma saman skurðin, ég held þó að ég flestir saumi. Ef þú ert með ör eftir fyrri keisaraskurð þá er alltaf skorið í gamla örið.

Bestu kveðjur og vonandi getur þú fætt eðlilega í þetta skipti.

Yfirfarið, 27. janúar 2016