Spurt og svarað

13. september 2011

Er algengt að konur kúki í fæðingu?

Maður er alltaf að heyra um það að konur kúki þegar þær eru að fæða barn. Er það algengt?


Sæl!

Stundum er það þannig að áður en hríðarnar byrja eða við upphaf þeirra verður nokkurs konar hreinsun, þ.e. konan fær linar hægðir eða jafnvel niðurgang. Þetta getur verið eitt af einkunnum þess að fæðing sé að fara af stað. Það er nokkuð algengt að konur kúki þegar þær eru að eiga barn því þegar barnið er að fæðast þá þrýstist allt sem er í endaþarminum út, á undan barninu. Ef kona sem er að fara að fæða hefur ekki haft hægðir nýlega getur hún fengið svokallað „Klyx“ en það smá innhelling í endaþarminn sem kemur af stað hægðalosun. Það er um að gera að ræða þetta við ljósmóðurina ef þetta er áhyggjuefni. Okkur ljósmæðrunum finnst hins vegar ekkert eðlilegra en að kona hafi hægðir rétt áður en hún fæðir barnið sitt og ekkert til að hafa áhyggjur af.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
13. september 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.