Er hægt að panta ljósmóðir til að taka á móti barninu?

10.08.2007

Er hægt að panta ljósmóðir til að taka á móti barninu eða komist hjá því að lenda á einhverri vissri?


Sæl og blessuð!

Á sjúkrahúsum er ekki slíkt fyrirkomulag að hægt sé að panta sérstaka ljósmóður því þar vinna ljósmæður á vöktum svo þar eru eingöngu í boði þær ljósmæður sem eru á vakt hverju sinni. Ef þú ætlar að fæða á fæðingardeild þar sem fleiri en ein ljósmóðir er á vakt hverju sinni þá getur þú óskað eftir því að fá aðra ljósmóður ef þér líst ekki á þá sem þú færð. Ef þú hins vegar ætlar að fæða heima þá getur þú valið þér ljósmóður sem mun taka á móti hjá þér.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
10. ágúst 2007.