Spurt og svarað

27. október 2006

Er sárt að láta sprengja belginn?

Þannig er að ég er 40 vikur og 4 dag og það er búið að losa um belginn hjá mér en það var gert til að sjá hvað myndi gerast. Ég var með 2 í útvíkkun, mjúkan legháls en ekki full styttan. Núna á að sprengja belginn hjá mér og ég á fyrri bráðakeisara af baki 2005 og er að spá í þessu öllu .Tekur langan tíma frá því að búið er að sprengja belginn og fæðing hefst? Er sárt að láta sprengja belginn?


Sælar og takk fyrir að leita til okkar

Þegar gangsetja á konu með belgjarofi er venjulega séð hvernig sóttin verður næstu 2 klst. Ef ekki er komin nægileg sótt þá er notað hríðaörvandi lyf til að fá fæðinguna af stað.  Hins vegar hrökkva margar konur í gang þegar búið er að gera gat á belgi og fer það eftir því hvort þú kláraðir útvíkkun síðast eða hversu langt útvíkkunin fór þegar þú fórst í keisarann. Ef útvíkkun hefur farið langleiðina og þú hrekkur í gang við belgjarofið tekur fæðingin oftast ekki nema nokkra klukkustundir, ef hins vegar þú ert eins og frumbyrja þá er oft miðað við að leghálsinn opnist einn sm á klukkustund og hraðar þegar útvíkkun er komin í 8 sm. Það er yfirleitt ekki sárt að láta gera gat á belgi, er oftast eins og venjuleg skoðun eða þreifing á leghálsinum.

Vonandi gagnast þér þetta áður en þú fæðir.

Gangi þér sem allra best,

Steina Þórey Ragnardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
27. október 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.