Er spangarnudd enn í gildi?

25.03.2008

Hæ, hæ!

Ég er komin 32 vikur með barn númer tvö. Ég rifnaði svolítið með fyrra barnið, ekki þó á spönginni heldur upp á við meðfram innri börmum og snípnum og er að velta þessu öllu fyrir mér enda komin hátt í tíu ár síðan ég átti.Það virðist sem ég sé eitthvað einsdæmi því allar virðast þær rifna í spöng og í átt að endaþarmi, en það liggur ljóst fyrir að ég rifnaði í hina áttina enda saumuð þar saman á sínum tíma og ekki nógu vel því ég ber þess glögglega merki. (Fæðingin mín var ósköp ljúf og eðlileg - utan ég fékk mænurótardeyfingu). Hljómar þetta eins og úr vísindaskáldsögu eða getur þetta komið fyrir? Í leit minni að upplýsingum rakst ég á fyrirspurn um Spangarolíu, spangarnudd  og langar að forvitnast hvort svar þetta síðan 2005 teljist enn í gildi eða hvort einhverjar nýjar upplýsingar og/eða aðferðir hafi litið dagsins ljós.


Sæl og blessuð!

Það er ekkert einsdæmi að rifna eins og þú lýsir.

Fyrirspurnin og svarið sem þú vísar í er enn í góðu gildi.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. mars 2008.