Spurt og svarað

25. mars 2008

Er spangarnudd enn í gildi?

Hæ, hæ!

Ég er komin 32 vikur með barn númer tvö. Ég rifnaði svolítið með fyrra barnið, ekki þó á spönginni heldur upp á við meðfram innri börmum og snípnum og er að velta þessu öllu fyrir mér enda komin hátt í tíu ár síðan ég átti.Það virðist sem ég sé eitthvað einsdæmi því allar virðast þær rifna í spöng og í átt að endaþarmi, en það liggur ljóst fyrir að ég rifnaði í hina áttina enda saumuð þar saman á sínum tíma og ekki nógu vel því ég ber þess glögglega merki. (Fæðingin mín var ósköp ljúf og eðlileg - utan ég fékk mænurótardeyfingu). Hljómar þetta eins og úr vísindaskáldsögu eða getur þetta komið fyrir? Í leit minni að upplýsingum rakst ég á fyrirspurn um Spangarolíu, spangarnudd  og langar að forvitnast hvort svar þetta síðan 2005 teljist enn í gildi eða hvort einhverjar nýjar upplýsingar og/eða aðferðir hafi litið dagsins ljós.


Sæl og blessuð!

Það er ekkert einsdæmi að rifna eins og þú lýsir.

Fyrirspurnin og svarið sem þú vísar í er enn í góðu gildi.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. mars 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.