Er þörf á keisaraskurði ef sveppasýking er til staðar?

27.07.2005

Kæru ljósmæður!

Ef mæður eru með sveppasýkingu þegar kemur að fæðingu er þá barnið tekið með keisara?Takk fyrir annars mjög góðan vef!

Kveðja, ein að spá.

...........................................................................

Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Nei það er ekki þörf á því að taka barnið með keisaraskurði þó að sveppasýking sé til staðar því barninu stafar ekki hætta af henni. Þú getur lesið nánar um sveppasýkingu í öðru svari hér á síðunni.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
27. júlí 2005.