Espast astmi upp við fæðingu?

21.09.2006

Sælar.

Ég er með astma og hef altaf verið með. Bæði útaf ofnæmi og líka
áreynsluastma. Mun astminn espast upp við fæðingu?


Sæl og blessuð!

Sem betur fer er afar sjaldgæft að konur fái astmakast í fæðingu. Það er mikilvægt að halda astmanum í skefjum á meðgöngunni með því að taka lyf ef þörf er á. Nánar er fjallað um astma og astmalyf í öðru svari hér á vefnum.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
21. september 2006.