Spurt og svarað

06. júní 2006

Eðlileg fæðing eftir keisara

Ég á nú von á 2. barni mínu en fyrsta barnið var tekið með keisara eftir að upp komst að barnið var með höfuðið í þverlegu. Við hverju má ég búast? Hvað eru miklar líkur á keisara í annað skiptið? Í hvaða vandamálum getur maður lent?

Kveðja, Guðrún.


Komdu sæl Guðrún og takk fyrir að leita á ljósmóður.is.

Ég vil benda þér á svar sem ég var að svara um keisarafæðingar, Keisari aftur?  Í þínu tilfelli ættu að vera góðar líkur á því að þú getir fætt eðlilega í þetta sinn, sérstaklega ef litla barnið þitt ákveður nú að tylla höfðinu ofan í grindina í þetta sinn og skorða sig undir lok meðgöngu eða í fæðingunni. Þá ættu þínar líkur á að fæða eðlilega í þetta sinn að vera svipaðar og hjá kona sem hefur sögu um keisarafæðingu vegna sitjandi stöðu barns, en líkur á eðlilegri fæðingu hjá þeim konum eru  taldar vera um 80-90%. Eins og ég sagði í fyrra svari er eftirlit í fæðingu talsvert meira hjá konu sem hefur keisarafæðingu að baki, en þá hefur maður fyrst og fremst í huga aukna áhættu á legrifu í fæðingunni sjálfri, sem þó er mjög sjaldgæf.

Kærar kveðjur og gangi þér vel,

Steinunn H.Blöndal,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. júní 2006.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.