Fæðing 36-37 vikur.

20.04.2015

Sælar og takk fyrir frábæran vef, hann hefur hjálpað mikið á þessari fyrstu meðgöngu minni þar sem að maður veit ekkert. Ég er komin tæpar 34 vikur á leið og var að velta því fyrir mér hvort það væru meiri líkur á því að barnið mitt komi fyrir settan dag ef að bæði ég og faðirinn fæddumst á viku 36-37? Við vorum hvorugt fyrirburar þ.e.a.s. fæddumst bæði í kringum 50cm og 12 merkur.

 

Heil og sæl, nei það er ekki neitt sem ég mundi treysta á. Ef að móðir þín hefur fætt þig og þín systkini heldur fyrr en 40 vikur og kannski amma þín líka og systur þá fara að verða líkur á því að meðgöngulengd í þinni fjölskyldu sé ekki alveg 40 vikur. Meðgöngulengd föður barnsins spilar ekki inn í þetta. Reiknaðu með fullri meðgöngu og ef þú gengur styttra og þarft ekki að bíða er það bara bónus!!! Gangi þér vel.


Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
20. apríl 2015