Fæðing annars staðar en í heimabyggð

14.07.2007

Halló!

Ég er að velta því fyrir mér hvort eitthvað mæli á móti því að maður geti átt barn t.d í Reykjavík í staðinn fyrir að fara á spítala í sinni heimabyggð?

Kveðja, Árný, ófrísk af 3ja barni.


Sæl!

Nei það er ekkert sem mælir á móti því, það er þitt val hvar þú fæðir barn þitt.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
14. júlí 2007.