Spurt og svarað

08. ágúst 2007

Fæðing eftir 2 fyrri keisara

Hæ!

Mig langar bara að vita hvað væri á móti því að maður reyni að eiga barn á hefðbundinn hátt eftir 2 fyrri keisara.  Ég lenti í því að dætur mínar skorðuðu sig ekki rétt. Sú eldri var með andlitið fram og það  var orðinn langdreginn fæðing ég vatnið fór að leka á  miðnætti föstudag kvöld og ekkert gerðist fyrr en um 8 leytið á laugardagskvöldi og það gekk mjög hægt mér var gefið dripp og það fór eitthvað að ganga en ekki nóg og svo var ég send suður með sjúkraflugi rétt fyrir hádegi á sunnudag og þar var tekin ákvörðun um að skera mig en ég fékk aldrei nógu góða skýringu á þessu. En seinni fæðingin gekk eins og í sögu að mér finnst ég var ekki komin með neina verki á miðnætti á föstudagskvöld en ég fann fyrir svo miklum þrísting að mér fannst ástæða að ræða við ljósuna mína og hún vildi fá mig strax til sín þar sem ég hafði verið í mónitor um morguninn og þar mældust samdrættir á 3ja mínútna fresti sem ég fann ekki fyrir neinu. Ég var kominn með 10 í útvíkkun um 6 um laugardagsmorgunn þegar verið var að skoða mig fór vatnið með hvelli og ekki lítið það náði frá toppi og niður á tær. Ljósan reyndi að stýra barninu en það gekk ekki þannig að hún datt með kinnina i grindina. Þar af leiðandi var ákveðið að ég skyldi fara í keisara.

p.s Getur maður fengið álit hjá kvensjúkdómalæknis hvort það er eitthvað á móti því að reyna aftur! Mér er mein illa við mænudeyfingu og skurðinn, mig lagnar svo að klára þetta.

Ein sem lifir í voninni.


Sæl og blessuð!

Það er ekki algengt að konur reyni fæðingu eftir 2 fyrri keisara en það er þó reynt í einstaka tilfelli. Þú ættir endilega að fá viðtal við fæðinga- og kvensjúkdómalækni til að ræða þetta mál.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. ágúst 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.