Fæðing eftir 2 fyrri keisara

08.08.2007

Hæ!

Mig langar bara að vita hvað væri á móti því að maður reyni að eiga barn á hefðbundinn hátt eftir 2 fyrri keisara.  Ég lenti í því að dætur mínar skorðuðu sig ekki rétt. Sú eldri var með andlitið fram og það  var orðinn langdreginn fæðing ég vatnið fór að leka á  miðnætti föstudag kvöld og ekkert gerðist fyrr en um 8 leytið á laugardagskvöldi og það gekk mjög hægt mér var gefið dripp og það fór eitthvað að ganga en ekki nóg og svo var ég send suður með sjúkraflugi rétt fyrir hádegi á sunnudag og þar var tekin ákvörðun um að skera mig en ég fékk aldrei nógu góða skýringu á þessu. En seinni fæðingin gekk eins og í sögu að mér finnst ég var ekki komin með neina verki á miðnætti á föstudagskvöld en ég fann fyrir svo miklum þrísting að mér fannst ástæða að ræða við ljósuna mína og hún vildi fá mig strax til sín þar sem ég hafði verið í mónitor um morguninn og þar mældust samdrættir á 3ja mínútna fresti sem ég fann ekki fyrir neinu. Ég var kominn með 10 í útvíkkun um 6 um laugardagsmorgunn þegar verið var að skoða mig fór vatnið með hvelli og ekki lítið það náði frá toppi og niður á tær. Ljósan reyndi að stýra barninu en það gekk ekki þannig að hún datt með kinnina i grindina. Þar af leiðandi var ákveðið að ég skyldi fara í keisara.

p.s Getur maður fengið álit hjá kvensjúkdómalæknis hvort það er eitthvað á móti því að reyna aftur! Mér er mein illa við mænudeyfingu og skurðinn, mig lagnar svo að klára þetta.

Ein sem lifir í voninni.


Sæl og blessuð!

Það er ekki algengt að konur reyni fæðingu eftir 2 fyrri keisara en það er þó reynt í einstaka tilfelli. Þú ættir endilega að fá viðtal við fæðinga- og kvensjúkdómalækni til að ræða þetta mál.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. ágúst 2007.