Spurt og svarað

23. september 2008

Fæðing eftir fyrri keisara

Sælar og takk fyrir góðan vef.


Hafa konur sem hafa farið í keisaraskurð 
möguleika á vatnsfæðingu þegar kemur að næstu fæðingu. Heyrði frá konu að  það væri ekki leyft en vil vera viss.

Kærar þakkir,

Berglind


Komdu sæl Berglind

Því miður geta konur ekki fætt í vatni eða verið í vatni á útvíkkunartímabilinu þegar þær hafa áður átt með keisara.  Ástæðan er sú að legið er ekki eins stekt þegar skorið hefur verið í það og örlítil hætta er á legbresti í fæðingum eftir það, þegar álagið á legið verður enn meira.  Þegar fæðingin er farin af stað þarf því að fylgjast vel með hríðum og hjartslætti barnsins með monitor en það er ekki hægt ef konan er í vatninu. 

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
23. september 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.