Fæðing eftir fyrri keisara

23.09.2008

Sælar og takk fyrir góðan vef.


Hafa konur sem hafa farið í keisaraskurð 
möguleika á vatnsfæðingu þegar kemur að næstu fæðingu. Heyrði frá konu að  það væri ekki leyft en vil vera viss.

Kærar þakkir,

Berglind


Komdu sæl Berglind

Því miður geta konur ekki fætt í vatni eða verið í vatni á útvíkkunartímabilinu þegar þær hafa áður átt með keisara.  Ástæðan er sú að legið er ekki eins stekt þegar skorið hefur verið í það og örlítil hætta er á legbresti í fæðingum eftir það, þegar álagið á legið verður enn meira.  Þegar fæðingin er farin af stað þarf því að fylgjast vel með hríðum og hjartslætti barnsins með monitor en það er ekki hægt ef konan er í vatninu. 

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
23. september 2008.