Spurt og svarað

29. september 2008

Fæðing eftir fyrri keisara - að vera í vatni - nýjustu leiðbeiningar


Okkur hefur borist þörf ábending frá ljósmóður á Fæðingagangi LSH vegna fyrirspurnar um hvort það má vera í baði í fæðingu þegar konan hefur áður farið í keisara.

Var af forvitni að lesa fyrirspurnir á ljosmodir.is og rakst á fæðing eftir fyrri keisara.   Þar stendur að ekki sé konum mögulegt að vera í vatninu á útvíkkunartímabilinu, sem er ekki rétt því við eigum nú á Fæðingagangi LSH "tvo" þráðlausa vatnsmónitora þar sem hægt er að fylgjast með hjartslætti og hríðum allan tímann sem konan er í baðinu.   Hitt er annað mál hvort þær fæða þar ofaní, býst við að það sé metið í hvert sinn og skoðað t.d. hvers vegna var fyrri keisarinn gerður.  Ef allt er eðlilegt á meðgöngunni og sjálfkrafa sótt, tært vatn, eðlileg stærð á barni og allt gengur eðlilega fyrir sig frá upphafi sé ég ekki hvað mælir á móti baðinu á fyrsta stigi með vatnsmónitorinn okkur við hlið.   Það að vera í vatni í fæðingu eftir fyrri keisara er fremur nýtt af nálinni og höfum við því oft samráð við lækni ef konan óskar eftir þessu.  Konan þarf þó að hafa æðalegg í sér en við reynum þá bara að pakka honum inn í plast.

Kv. Kolbrún Jónsdóttir, ljósmóðir

Frábær nýung fyrir þær sem finnst gott að vera í vatni.


Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29. september 2008.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.