Spurt og svarað

20. mars 2020

Blettablæðingar?

Hæhæ Ég er núna komin 7 vikur á leið og allt hefur gengið eins og í sögu þar til í kvöld þegar ég tók eftir brúnum bletti í nærbuxunum og brúnu þegar ég þurkaði. Ég hef ekki tekið eftir neinum gríðarlegum verkjum en hef verið illt í maganum með mikla vindverki og hélt það væri bara þar sem verkirnir væru að koma fram. Hljómar þetta eins og eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af? kv. ein mjög áhyggjufull.

Sæl, smávegis blæðing er yfirleitt saklaus. Vindverkir eru algengir á meðgöngu og ólíklegt að þeir tengist blæðingunni. Það er ekki nema það sé mikil blæðing og túrverkir með sem maður myndi hafa áhyggjur af þessum einkennum.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.