Blæðing og verkir eftir fullnægingu

04.03.2008

Sælar og takk fyrir góðan vef.

Ég er komin 6 vikur á leið og lenti í miður skemmtilegu atviki um helgina.

Ég var að stunda "fingraleikfimi" með manninum mínum og fékk við það fullnægingu. Ég fékk eftir það verk í legið sem varði í ca 1-2 mínútur (fannst það svosum ekkert það óvenjulegt) en síðar um kvöldið blæddi aðeins út frá leggöngunum. Þetta var bleiklituð útferð með örlitlu rauðu slími og var þetta ekki meira en hálf matskeið. Það blæddi ekkert meira en það kom aðeins brúnlitað síðar um nóttina.

Síðan hef ég verið með smávægilega stingi í leginu, sem eru þó ekkert sárir eða miklir.

Þarf ég að hafa miklar áhyggjur af þessu?


Sæl

Nei þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu þetta er alveg eðlilegt og hættulaust.

Kveðja.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
4 mars 2008.