Fæðing eftir vendingu

24.03.2005

Hæ, hæ!

Ég vil byrja á að þakka fyrir góðan vef. Ég er að velta fyrir mér hvernig það er með ef maður fer í vendingu og tekst að snúa barninu, er fæðingin þá sett af stað eða hvernig er það? Ég er búin að lesa það sem ég fann hérna á síðunni um vendingu en fann ekkert um þetta. Með fyrir fram þökk.

........................................................................

Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Oftast er það þannig að eftir vel heppnaða vendingu heldur meðgangan bara áfram þar til fæðing fer sjálfkrafa af stað, ef allt er eðlilegt.

Yfirfarið 28.okt.2015