Spurt og svarað

10. maí 2005

Fæðing fylgjunnar

Daginn!

Er að velta fyrir mér fæðingu fylgjunnar. Hvað þarf að líða langur tími þangað til gripið er inn í ef fylgjan fæðist ekki? Og af hverju er ferlinu ekki gefinn lengri tími? Eru konur einungis svæfðar þegar verið er að sækja fylgjuna og ef svo er af hverju er t.d ekki notuð mænudeyfing?

Takk, takk B.

.........................................................................

Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Það er algengt að fylgjan fæðist um 5 - 15 mínútum eftir fæðingu barnsins en það getur dregist  á langinn. Ég held að flestar ljósmæður bíði rólegar eftir fylgjunni í allt að 1 klukkustund og jafnvel eitthvað lengur en það fer þó allt eftir því hvort mikið blæði frá konunni. Ef fylgjan fæðist ekki fljótlega eftir að barnið fæðist er alltaf sú hætta fyrir hendi að óeðlilega mikið blæði frá leginu og konan missi þá óþarflega mikið blóð. Það getur því verið gripið inn í tiltölulega fljótt ef mikið blæðir og þá er svæfing mun fljótlegri aðferð en mænudeyfing.

Yfirfarið 28.okt.2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.