Spurt og svarað

10. ágúst 2009

Fæðing í baði

Hæ hæ.

Ég er komin 29 vikur og búin að vera með verki í lífbeininu síðustu vikur.  Ég stunda vatnsleikfimi fyrir ófrískar konur og líður mér aldrei jafn vel og í sundi, vatnið tekur verulega þungan af grindinni. Þar að auki hef ég alltaf fundið fyrir verulegri vellíðan og slökun í vatni.  Hvernig að aðstaðan á fæðingadeildinni í Rvk?  Hvað eru mörg baðkör? - Er það bara spurning um heppni hvort maður fái að komast ofan í bað?  Er hægt að óska eftir því að klára fæðinguna í baðinu? eða fer það bara eftir því hvort ljósmóðirin sé hrifin af vatnsfæðingum eða ekki?  Er hægt að óska eftir því við komu að fæða í vatni?

Kv. Ein sem slakar vel á í vatni :)


Komdu sæl.

Nýbúið er að taka fæðingardeildina á LSH í gegn og flestar fæðingarstofur komnar með stör og djúp baðkör.  Auk þess eru tvær fæðingastofur í Hreiðrinu, báðar með stórum og góðum baðkörum.  Nú nýlega var líka opnað fyrir að fæðing færi fram í baðkerinu.  Vissulega eru einhverjar ljósmæður sem ekki treysta sér til að taka á móti í baði þar sem vinnuaðstaða er kannski ekki upp á það besta og þvi er betra að nefna þetta við komuna á deildina þannig að hægt sé að útvega ykkur ljósmóður sem getur uppfyllt óskir ykkar eftir því sem hægt er.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
10. ágúst 2009.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.