Spurt og svarað

25. mars 2008

Fæðing í Hreiðri, hátt BMI og grindargliðnun

Sælar ljósmæður og takk fyrir fróðlegan vef.

Ég var að heyra að konur með yfir 30 í BMI mættu ekki eiga í Hreiðrinu og ef að konur væru með grindargliðnun mættu þær það ekki heldur. Er þetta rétt? Ég geng með mitt fjórða barn, ég hef fætt hin 3 nokkuð eðlilega. Fyrsta barn endaði í gangsetningu vegna hægs gangs. Var tekið með sogklukku. Fékk mænudeyfingu. Annað barn fór í gangsetningu vegna vægrar meðgöngusykursýki (sem ekki hefur borið á í hinum meðgöngunum og ekki heldur núna). Þriðja barn fæddist eftir 42 vikna meðgöngu, fór sjálf af stað, fékk engar deyfingar nema nálastungur. Legvatnið var grænt. Allar meðgöngur eðlilegar fyrir utan sykursýki á meðgöngu 2 og grindarverki á meðgöngu 3 og 4. Aldrei fundist neitt í þvagi og blóðþrýstingur yfirleitt um 110/60 Haldið þið að það sé eitthvað til fyrirstöðu að ég fæði í Hreiðrinu á þessari meðgöngu. Ég er með grindarverki og BMI var tæplega 30 í byrjun meðgöngu. Allt annað er eðlilegt og nú á ég að baki fæðingu sem skot gekk og ég fékk ekki deyfingu í.

Með von um svör.

Kveðja, Hildur.


Sæl Hildur!

Samkvæmt verklagsreglum um fæðingar í Hreiðrinu þá er miðað við að konur sem eru með BMI hærra en 35 fæði ekki þar. Grindargliðnun er ekki frábending fyrir fæðingu í Hreiðrinu. Það er  ekkert því til fyrirstöðu að þú fæðir í Hreiðrinu.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. mars 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.