Feður við fæðingu

17.04.2009

Hversu mörg prósent feðra á Íslandi eru viðstaddir fæðingu barna sinna?  Á hinum Norðurlöndunum er talan tiltölulega há.

 


 

Því miður get ég ekki sagt þér nákvæma prósentutölu um þetta en flestir feður eru viðstaddir fæðingu barna sinna á Íslandi og margir þeirra leggja mikið á sig til að geta verið viðstaddir.  Þó eru alltaf einhverjar fæðingar þar sem pabbinn er ekki við t.d þegar foreldrarnir eru ekki saman og slíkt.

Kveðja 

 

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
17. apríl 2009.