Spurt og svarað

14. júlí 2007

Fóstureyðing fyrir 8 árum ? fæðing nú

Ég gekk í gegn um mjög erfiða fóstureyðingu fyrir u.þ.b. 8 árum síðan. Þannig var staðan að ég uppgötvaði þungun í kring um 12. viku og þar sem að ég gat ekki átt barnið varð ég að fara í fóstureyðingu. Þetta var framkölluð fæðing á 13. viku. Vatnið fór og ég fékk hríðar og svoleiðis og þetta tók um það bil 4 tíma þótt búist var við að þetta myndi taka lengri tíma. Í dag er ég nú svo heppin að ganga með barn og er mikil tilhlökkun í að fá það í heiminn í lok ágúst. Það sem ég er að velta fyrir mér er, hvort að þessi fóstureyðing hafi einhver áhrif eða geti sagt eitthvað um fæðinguna? Ég hef heyrt að meðganga frumbyrju sé yfirleitt lengri en hjá fjölbyrju, er ég það sem kallað er frumbyrja?

Með fyrirfram þökk, E.


Kæra E. þakka fyrirspurnina.

Það er nú oft talað um það að fæðing gangi fyrr ef kona hafi fætt áður, sem gæti verið líklegra hjá þér þar sem þetta gekk svo hratt og nokkuð vel, ef við getum orðað það svo. Það er rétt við köllum þær frumbyrjur sem eiga barn í fyrsta sinn þannig að þú ert ennþá frumbyrja vegna þess að meðgangan var aðeins 13 vikur hjá þér síðast.

Það er nokkuð til í þessu hjá þér og vonandi gengur þessi fæðing hjá þér mjög vel.

Með kærri kveðju,

Sigrún E. Valdimarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
14. júlí 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.