Framköllun fæðingar

04.07.2004

Halló!

Verður sóttin harðari hjá konum ef að þær eru settar af stað? Mig langar að vita hvernig þetta ferli fer fram?

Með kveðju.

..................................................................

Sæl og takk fyrir að senda okkur fyrirspurn!

Hver fæðing er einstök og sótt getur verið hörð hvort sem fæðing fer sjálfkrafa af stað eða er framkölluð og því er erfitt að svara þessari spurningu.  Hér á síðunni er efni um framköllun fæðingar sem skýrir út þetta ferli.  Vona að þessar upplýsingar gagnist þér.

Yfirfarið 28.10. 2015