Spurt og svarað

07. janúar 2009

Gangsetning hjá konum sem hafa áður farið í keisara

Ég er gengin tæpar 38 vikur með barn númer tvö. Fyrra barn kom í neyðarkeisara en stefnan er tekin á að reyna að koma þessu barni í heiminn án þess að skera. Er þó að velta fyrir mér ef ég geng fram yfir er þá gripið til gangsetningar eða er skipulagður keisari? Ljósmóðir í „Ljáðu mér eyra“ hafa talað um áhættur sem fylgja því að gangsetja þegar maður á keisara að baki. Fór allt í einu að velta fyrir mér ef ekkert er að gerast þegar meðgöngulengd er meira en 41 vika hvort þá farið að íhuga að keisara

Takk.


Sæl og blessuð!

Ef þú verður ekki búin að fæða þegar meðgöngulengd er orðin meira en 41 vika ferðu líklega í skoðun til fæðingalæknis sem tekur ákvörðun í samráði við þig um hvort framkalla eigi fæðingu eða gera valkeisara. Á Landspítalanum eru í dag notaðaðar tvær aðferðir til að framkalla fæðingu hjá konum sem hafa áður farið í keisara. Ef leghálsinn er hagstæður (byrjaður að opnast, mýkjast og styttast) er gert belgjarof en ef hann er ekki hagstæður er mögulegt að setja inn legg (þvagleggur af stærri gerðinni) með lítilli blöðru á endanum sem er smám saman dreginn niður og víkkar þannig leghálsinn þannig að belgjarof er mögulegt.

Ég hvet til að ræða þetta betur við þína ljósmóður í mæðraverndinni en vona að þetta svari einhverju.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
7. janúar 2009.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.