GBS beri og vatnsfæðing

04.07.2012
Ég er GBS beri og hef fengið sýklalyf í æð í báðum mínum fæðingum. Nú á ég von á þriðja barninu og langar að vita hvort hægt sé að fæða í vatni þegar konan er GBS beri?Sæl!

Það er talið öruggt bæði fyrir konur sem eru GBS berar og börn þeirra að fæða í vatni.

Gangi þér vel.

kær kveðja,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
4.júlí 2012