Gengin 40 vikur og ekkert að gerast

16.12.2005
Sælar og takk fyrir alla hjálpina ykkar!
Ég er gengin 40 vikur í dag en ég fór í skoðun áðan því ljósan ætlaði að losa um belginn hjá mér en gat það ekki því leghálsinn er ekki einu sinni farinn að styttast! Það er bara hreinlega ekkert farið að gerast! Er það eðlilegt þegar maður er gengin svona langt?  Get ég þurft að bíða í tvær vikur eða getur þetta gerst mjög hratt?
Þetta er þriðja meðgangan mín og í bæði fyrri skiptin átti ég á 37.viku og 39.viku!
Kv Ein orðin óþolinmóð!

..................................................
 
Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
 
Já það er alveg eðlilegt þegar þú ert ekki byrjuð að fá hríðar.  Hinsvegar getur þetta gerst hratt hjá konu í þriðja sinn en það er engin leið fyrir mig að segja hvenær af þessu verður.
 
Gangi þér vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
16.12.2005
.