Spurt og svarað

26. janúar 2007

Get ég fætt í Hreiðrinu þó ég búi ekki í Reykjavík?

Takk kærlega fyrir frábæran vef og góð ráð, ég nota vefinn mikið.

Ég geng með mitt fyrsta barn, komin rétt tæpar 26 vikur og allt gengur eins og í sögu. Ég er í námi á Akureyri og í mæðraeftirliti þar en ég vil helst eiga í Reykjavík þar sem öll fjölskyldan mín er þar og stefni að því að fara suður áður en barnið á að koma í heiminn. Mér líst best á að eiga í Hreiðrinu ef allt gengur vel en var að spá í hvort maður þarf að vera í mæðraeftirliti í Reykjavík til að það sé hægt eða getur hver sem er gengið þar inn þegar kemur að fæðingunni?

Með fyrirframþökk, Landshornaflakkarinn.


Sæl og blessuð!

Einu skilyrðin fyrir því að fæða í Hreiðrinu er að konan sé heilbrigð og meðgangan eðlileg. Það er ekki skilyrði að búa á höfuðborgarsvæðinu eða vera í mæðravernd í Reykjavík.  Þú getur lesið betur um Hreiðrið í bæklingi sem er aðgengilegur hér á síðunni.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. janúar 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.