Get ég fætt í Hreiðrinu þó ég búi ekki í Reykjavík?

26.01.2007

Takk kærlega fyrir frábæran vef og góð ráð, ég nota vefinn mikið.

Ég geng með mitt fyrsta barn, komin rétt tæpar 26 vikur og allt gengur eins og í sögu. Ég er í námi á Akureyri og í mæðraeftirliti þar en ég vil helst eiga í Reykjavík þar sem öll fjölskyldan mín er þar og stefni að því að fara suður áður en barnið á að koma í heiminn. Mér líst best á að eiga í Hreiðrinu ef allt gengur vel en var að spá í hvort maður þarf að vera í mæðraeftirliti í Reykjavík til að það sé hægt eða getur hver sem er gengið þar inn þegar kemur að fæðingunni?

Með fyrirframþökk, Landshornaflakkarinn.


Sæl og blessuð!

Einu skilyrðin fyrir því að fæða í Hreiðrinu er að konan sé heilbrigð og meðgangan eðlileg. Það er ekki skilyrði að búa á höfuðborgarsvæðinu eða vera í mæðravernd í Reykjavík.  Þú getur lesið betur um Hreiðrið í bæklingi sem er aðgengilegur hér á síðunni.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. janúar 2007.