Spurt og svarað

25. mars 2008

Getur belgur sprungið þegar lögð er mænurótardeyfing?

Getur það gerst að þegar verið er að gera mænurótardeyfingu að nálin fari á vitlausan stað og sprengi belginn sem barnið er í? Getur barnið dáið við þetta? Ég ég er komin 10 vikur og er ákveðin í deyfingu því það gekk svo illa síðast, en vinkona mín var að segja mér að það hafi barn dáið hér á Íslandi vegna þess að það hafi verið stungið í belginn þegar það var verið að gera deyfinguna.


Sæl og blessuð og takk fyrir að leita til okkar!

Það er gott að þú spyrð að þessu því þetta er misskilningur. Þegar mænurótardeyfing er lögð er engin hætta á því að nálin komist nálægt barninu né belgjunum. Það er hins vegar rétt að barn lést í fæðingu hér á Íslandi árið 2003 eftir að móðir þess hafði fengið svokallaða leghálsdeyfingu (paracervical block) í fæðingu.

Það er fjallað aðeins um þessa deyfingu í umfjölluninni Verkjastilling, lyf hér á vefnum.

Einnig getur þú lesið grein um árangur og fylgikvilla þessarar deyfingar sem skrifuð var af Steinu Þórey Ragnarsdóttur, ljósmóðir og Konráð Lúðvíkssyni, kvensjúkdómalækni og birtist í Ljósmæðrablaðinu árið 2004.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. mars 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.