Getur maður fengið spangardeyfingu i Hreiðrinu?

09.01.2007

Mér langaði að forvitnast aðeins! Getur maður fengið spangardeyfingu i Hreiðrinu?


Sæl og fyrirgefðu hvað ég svara seint.

Já það er hægt að fá spangardeyfingu í Hreiðrinu.  Deyfingin er til í mismunandi formi, þ.e. í gel-, spray- og sprautuformi.  Langoftast er notast við deyfingu í sprayformi þegar kollur barns fer að þrýsta á spöngina í fæðingunni sjálfri.  Ef kona rifnar eða er klippt þá er spöngin alltaf deyfð með því að sprauta deyfingunni undir húð eða í vöðva.  Sjaldan er notast við deyfinguna í gelformi en það er þó þekkt.

Vona að þetta svari spurningu þinni.

Kær kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. janúar 2007.