Spurt og svarað

28. júlí 2004

Grænt legvatn

Ég eignaðist barn fyrir 2 árum og þá var sagt að legvatnið hefði verið grænt.  Mig langaði til að vita hvað það þýðir. 

..............................................................................................................

Mig langaði að vita hvað það þýðir að hafa verið með grænt legvatn

..............................................................................................................

Sælar og þakka ykkur fyrir fyrirspurnina.

Ég setti þessar tvær fyrirspurnir saman þar sem þær fjalla um sama efni.

Grænt legvatn er yfirleitt saklaust en getur verið merki um að barnið hafi orðið fyrir fósturtreitu á meðgöngunni eða í fæðingunni. Hún gerist vegna skerðingar á súrefnisflæði til barnsins og þá slaknar á þörmunum og það missir hægðir í legvatnið. 

Þegar legvatn er grænt þarf að fylgjast vel með hjartslætti barnsins og er það gert með því að hafa konuna í svokölluðum mónitor (sírita). Fylgst er með fósturhjartslætti með síritun alla fæðinguna. Sjaldnast hefur græna legvatnið nokkur áhrif á barnið og sérstaklega ef hjartsláttarritið er eðlilegt eru litlar líkur á að eitthvað komi upp á hjá barninu. Við fæðingu er yfirleitt nóg að þurrka úr vitum barns en það kemur fyrir að það þurfi að soga úr vitum. Stundum er barnalæknir viðstaddur fæðinguna, það er matsatriði hverju sinni. 

Vona að þetta hafi svarað spurningu ykkar.

                            Yfirfarið, 28.10.2015Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.