Spurt og svarað

09. mars 2006

Grænt legvatn (þýðir ekki að maður sé komin 2 vikur fram yfir ;>)

Sælar kæru ljósmæður og takk æðislega fyrir þennan frábæra vef. 

Dag er ég gengin  23 vikur+ og var að fá meðgönguskýrsluna mína í hendurnar. Henni fylgir ljósrit af gömlu skýrslunni minni.. (átti fyrir átta árum) Þegar ég las í gegnum hana þá sá ég á 3 stöðum að talað er um grænt legvatn og kol grænt.

Var að spá hvort þið gætuð hugsanlega frætt mig og aðrar aðeins um það hvað sé þegar legvatnið er grænt.  Miðað við skráða dagsetningu þá (98)  sem var 20. Janúar þá átti ég 4 dögum seinna, eða ss. 24 Janúar.. Og einhver sagði mér að þegar vatnið væri grænt þá væri maður gengin lengra en 2 vikur framyfir. Er eitthvað til í því?
Stelpan er 3075 gr þegar hún fæðist..

Kveðja Sigrún

..................................................................................................................................

Sæl og blessuð Sigrún og þakka þér fyrir fyrirspurnina.  Ég ætla að leyfa mér að vísa hér í aðra fyrirspurn varðandi grænt legvatn en langar að leiðrétta það sem sagt er með að ef kona sé gengin 2 vikur fram yfir þá sé legvatnið grænt.  Rétt er að algengara er að legvatnið sé grænt ef konan er gengin 2 vikur fram yfir en alls ekki algilt og er grænt legvatn er alls ekki staðfesting á því að konan sé gengin 2 vikur fram yfir.
Vona að þetta hjálpi.

Yfirfarið 27. janúar 2016

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.