Spurt og svarað

01. september 2006

Grindargliðnun og fæðingarmáti

Kæru ljósur!

Ég hef verið með mikla grindargliðnun síðan snemma á 4 mánuði og hef átt vandamál með bak fyrir meðgönguna. Önnur mjöðmin er hærri en svo lenti ég í bílslysi á 6. mánuði þar sem að bakið varð fyrir miklu höggi. Ljósmóðir mín og sjúkraþjálfari eru mikið að tala um keisaraskurð en segja að ákvörðunin sé mín. Ég var að velta fyrir mér hvort að þá hefði kannski einhver áhrif á grindina eftir fæðingu ef ég myndi fæða eðlilega? Gæti fæðingin verið erfiðari fyrir mig? Er keisari ekki alltaf verri kostur? Takk fyrir frábæran vef.:) Er á 32. viku.

 


 


Sæl og þakka þér fyrir að leita til okkar
 
Þegar konur eru með grindargliðnun  á meðgöngunni eða vandamál í grindinni er mjög gott að nota heitt bað í fæðingunni þar sem vatnið gerir  konuna auðveldara að hreyfa sig.  Einnig getur verið gott að vera á ferðinni á meðan á útvíkkunartímabilinu stendur ef þú hefur ekki kost á að vera í baði, þar sem þessum konum finnst vont að liggja flatar í rúminu.  Það er misjafnt hversu lengi konan er að jafna sig í grindinni eftir meðgönguna óháð því hvaða fæðingaraðferð er notuð.  Flestar konur finna mikinn mun í grindinni fljótlega eftir fæðingu en þær sem eru mjög slæmar eru eitthvað lengur. Keisari er alltaf verri kostur og mundi ég ætla að þú værir lengur að ná þér á allan hátt, líka í grindinni eftir keisara en eðlilega fæðingu.

Vona að þetta hjálpi þér eitthvað og gangi þér sem allra best.

 

Kveðja,

 

Steina Þórey Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
1. september 2006.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.