Spurt og svarað

26. febrúar 2007

Grindargliðnun og framköllun fæðingar

Sælar!

Takk kærlega fyrir ljómandi góðan vef. Mig langaði til að forvitnast hjá ykkur hvort fæðing sé stundum framkölluð þegar konur væru með mjög mikla grindargliðnun. Sjálf er ég búin að vera með einkenni gliðnunar síðan á 8. viku og er því orðin ansi stirðbusaleg sem er farið að hafa mikil áhrif á líkamlega líðan mína, svefn og almennt alla mína tilveru! Nú er svo komið að ég get svo til ekkert sinnt eldra barni mínu, get ekki staðið nema í mjög stuttan tíma í einu og öll hreyfing hefur þær afleiðingar að ég er nær rúmliggjandi í kjölfarið. Eru konur sem svona er ástatt fyrir látnar ganga með barnið í allt að 2 vikur fram yfir?

Kveðja, Netverjan, sem á tæpan mánuð eftir og telur hverja mínútu!!


Sælar og takk fyrir að leita til okkar!

Hvað gangsetningu varðar er náttúrulega alltaf metnir kostir og gallar og hversu nauðsynlegt er fyrir móður og barn að fæðing skuli hefjast. Þess vegna gæti það verið inni í myndinni að þú myndir ekki ganga 2 vikur fram yfir.  Allt fer þetta þó eftir því hversu þroskaður leghálsinn þinn sé, hvort hann sé að verða tilbúinn fyrir fæðingu.

Kveðja,

Steina Þórey Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
26. febrúar 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.