Grindargliðnun og framköllun fæðingar

26.02.2007

Sælar!

Takk kærlega fyrir ljómandi góðan vef. Mig langaði til að forvitnast hjá ykkur hvort fæðing sé stundum framkölluð þegar konur væru með mjög mikla grindargliðnun. Sjálf er ég búin að vera með einkenni gliðnunar síðan á 8. viku og er því orðin ansi stirðbusaleg sem er farið að hafa mikil áhrif á líkamlega líðan mína, svefn og almennt alla mína tilveru! Nú er svo komið að ég get svo til ekkert sinnt eldra barni mínu, get ekki staðið nema í mjög stuttan tíma í einu og öll hreyfing hefur þær afleiðingar að ég er nær rúmliggjandi í kjölfarið. Eru konur sem svona er ástatt fyrir látnar ganga með barnið í allt að 2 vikur fram yfir?

Kveðja, Netverjan, sem á tæpan mánuð eftir og telur hverja mínútu!!


Sælar og takk fyrir að leita til okkar!

Hvað gangsetningu varðar er náttúrulega alltaf metnir kostir og gallar og hversu nauðsynlegt er fyrir móður og barn að fæðing skuli hefjast. Þess vegna gæti það verið inni í myndinni að þú myndir ekki ganga 2 vikur fram yfir.  Allt fer þetta þó eftir því hversu þroskaður leghálsinn þinn sé, hvort hann sé að verða tilbúinn fyrir fæðingu.

Kveðja,

Steina Þórey Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
26. febrúar 2007.