Grindarlos og fæðing

02.06.2009

Sælar! Og takk fyrir frábæran og gagnlegan vef.

Ég er komin 35 vikur á leið með mitt þriðja barn (það verða 16 mánuðir milli þessa barns og þess síðasta) og þessi meðganga er búin að vera mér ákaflega erfið. Það sem er einna helst að há mér er grindarlos sem er svo svæsið að oftast stend ég varla í fæturnar. Kemur þetta til með að hafa mikil áhrif á framgang fæðingar? Ég er orðin afar kvíðin, því ég spyr: ef ég stend ekki upp úr stól/rúmi/sófa án aðstoðar, hvernig í ósköpunum á mér að takast að koma þessu barni í heiminn?  Og eitt enn, hversu lengi er ég að jafna mig á grindargliðnun eftir fæðingu?

Með bestu kveðju, Sigríður


Komdu sæl og afsakaðu hvað svarið berst seint.

Grindargliðnun er oftast ekki til trafala í fæðingu, þú finnur ekki fyrir þeim verkjum þá en auðvitað þarftu aðeins að passa uppá stellingar.  Oft er gott að vera á 4 fótum ef konur eru slæmar í grindinni (stabiliserar grindina aðeins).  Grindarverkir hverfa að mestu strax eftir fæðingu en kona getur verið margar vikur og jafnvel mánuði að jafna sig alveg, sérstaklega ef þetta er mjög slæmt á meðgöngunni.

Gangi þér vel, kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
2. júní 2009.