Spurt og svarað

03. maí 2015

Blæðingar eftir að er orðin þunguð

Ég er á minni annarri meðgöngu og báðar hafa verið eins að því leiti að ég hef farið á blæðingar á meðgöngu. Í annað skipti fór ég 3x á blæðingar eftir að ég varð ólétt en í þetta skiptið í 1x eftir að ég varð ólétt, er það eðlilegt? Og önnur spurning, ég er búin að vera með mikla verki þrýsting niður og undir bumbuna, stundum mjög sára verki. Er það eitthvað sem ég þarf að láta athuga almennilega?

 

Heil og sæl, það eru alltaf einhverjar konur sem hafa blæðingar eftir að þungun er orðin. Það er samt ekki mjög algengt. Það er þó eðlilegt að því leiti að meðgangan gengur alveg eðlilega fyrir sig og barnið þroskast eðlilega. Varðandi verkina þá kemur ekki fram hjá þér hvað þú ert komin langt, né heldur hvort þetta sé búið að standa lengi. Ég hef því tæpleg nægar upplýsingar til að svara þér en ráðlegg þér að segja ljósmóðurinni þinni í mæðravernd frá þessu. Gangi þér vel.  

 
Bestu kveðjur
Áslaug V. ljósmóðir




Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.