Spurt og svarað

26. janúar 2006

Hægðir í fæðingu

Ég er að fara að eignast mitt fyrsta barn og er svo kvíðin. Það er búið að hræða mig svo mikið með að ég megi ekki hafa hægðir þegar fæðingin stendur yfir en hvernig get ég stjórnað því?

.........................................................................................................................

Sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina.

Þegar þú átt við meðan fæðingin stendur yfir áttu þá við meðan þú ert að rembast? Annars skiptir það ekki máli því þetta er ekki rétt sama hvort þú átt við á meðan útvíkkunin á sér stað eða sjálfur rembingurinn.

Í fyrsta lagi þá get ég fullvissað þig um að ef það eru einhverjar hægðir í endaþarminum hjá þér þegar barnið er að koma út um fæðingarveginn að þá koma þær á undan hvort sem þér líkar betur eða verr. Barnið þarf allt það pláss sem hægt er til þess að koma út og bara ýtir þeim á undan sér. Í öðru lagi ef þú ætlar að reyna að koma í veg fyrir að þær komi að þá kemur barnið ekki heldur. Þannig að hver sem sagði þetta við þig hefur ekki rétt fyrir sér. Þú skalt ekki heldur hafa áhyggjur af því að þetta sé eitthvað ógeðslegt eða að ljósmæðrum finnist þetta ógeðfellt því eins og ég sagði er þetta bara hluti af þessu öllu og ljósmæður eru öllu vanar. Þú skalt ekki hafa áhyggjur af þessu og reyna að njóta meðgöngunnar og fæðingarinnar.

Kær kveðja

Guðrún Sigríður Ólafsdóttir

ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur

26. janúar 2006

Yfirfarið, 27. janúar 2016

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.