Hæð móður og fæðing

21.12.2009

Sæl!

Ég er að forvitnast um það hvort hæð konu hafi einhver áhrif á það hvort móðirin þarf í keisara eða getur átt eðlilega. Konan sem um ræðir er 152 cm á hæð og hún verður orðin 19 ára þegar barnið fæðist.


Sæl og blessuð!

Lágvaxnar konur (< 150 cm) eru í aðeins meiri hættu á að lenda í keisara en stærri konur. Hæðin er þó bara einn þáttur af mörgum sem spila inn í það hvort kona getur fætt eðlilega en það sem líka skiptir máli er kraftur hríðanna, lögun og stærð mjaðmagrindarinnar, stærð barnsins, staða höfuðsins í grindinni og hreyfanleiki konunnar í fæðingu. Lágvaxnar konur ganga yfirleitt með börn sem eru nettari og hæfa þeirra líkama þannig að langoftast gengur fæðingin vel og best að ganga út frá því.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
21. desember 2009.