Hátt BMI og Hreiðrið

25.04.2012
Góðan dag og takk fyrir góðan vef ;)

Ég var að lesa hér á síðunni að konur með BMI yfir 35 mættu ekki fæða á Hreiðrinu. Nú er ég yfir þessu marki en ég var að velta því fyrir mér hvort að það mætti fæða á fæðingargangi og gista svo á Hreiðrinu eftir fæðinguna? Það er ekki gert ráð fyrir að maki gisti hjá manni á fæðingargangi er það?Sæl og blessuð!

Jú, þið getið farið í Hreiðrið eftir fæðinguna ef allt gengur vel og móður og barni heilsast vel eftir fæðinguna. Konur gista sjaldan á fæðingargangi en eru þar meðan á fæðingunni stendur og þá er maki alltaf velkomin að vera með. Í þeim tilfellum sem konur gista á fæðingargangi er maka líka velkomið að gista.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. apríl 2012.