Hef áhuga á heimafæðingu

24.05.2006

Ég er þunguð þrátt fyrir að hafa verið með lykkjuna. Ég fór í sónar, sem sýndi fóstur með hjartslátt.  Læknirinn taldi lykkjuna vera ennþá inn í mér en hún hafi færst úr stað. Hann sagði að lykkjan ætti eftir að koma út í fæðingunni.  Ég á fyrir eitt barn sem er 13 mánaða og gekk meðganga og fæðing prýðilega.  Ég hef áhuga á heimafæðingu í þetta sinn.  Er sá kostur mögulegur fyrir mig?

Mæsa.


Sæl!

Já - heimafæðing er raunhæfur kostur fyrir þig. Þú skalt endilega ræða það við ljósmóður í mæðravernd, hún ætti að geta gefið þér nánari upplýsingar og komið þér í samband við ljósmæður sem sinna heimafæðingum.

Kær kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. maí 2006.