Spurt og svarað

19. apríl 2011

Heilahimnubólga og mænurótardeyfing

Komiði sælar!

Ég heyrði það frá ljósmóður um daginn að það væri ekki mælt með mænurótardeyfingu hjá einstaklingum sem hefðu fengið heilahimnubólgu eða heilabólgu. Ég náði því miður ekki af hverju og langaði því að spyrja ykkur hvort að þið gætuð eitthvað upplýst mig um af hverju það er ekki mælt með þessu. Er að fara að eignast mitt annað barn eftir 2 vikur og var eiginlega alveg á því að fá mænurótardeyfingu í þetta skiptið, en hef einmitt fengið heila og heilahimnubólgur.

Takk fyrir frábæran vef.

Bestu kveðjur.


Sæl!

Ég veit ekki til þess að konur sem hafa fengið heilahimnabólgu eða heilabólgu geti ekki fengið mænurótardeyfingu (utanbastsdeyfingu) í fæðingu og get ekki fundið upplýsingar um það.

Ef þú vilt eiga kost á því að fá mænurótardeyfingu í fæðingu þá skaltu ræða það við ljósmóðurina þína í mæðravernd og ef það er einhver spurning um hvort það sé óhætt fyrir þig þá er best að fá úr því skorið fyrir fæðinguna með því að hafa samband við svæfingarlækni sem getur farið yfir þín mál.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. apríl 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.