Heimafæðing

04.08.2005
Ég er ófrísk að mínu öðru barni og mig langar að kanna möguleikann á því að  fæða barnið heima.  Gallinn er bara sá að ég veit ekki hvar ég get fengið upplýsingar um þetta. Ég vona að þú getir bent mér á eitthvað.
Takk takk

.......................................................
 
Komdu sæl.
 
Hér á síðunni okkar (undir fæðingastaðir) eru nöfn á ljósmæðrum og símanúmer þeirra sem taka að sér heimafæðingar.  Ég mæli með því að þú hringir í þær beint og fáir þær upplýsingar sem þú þarft.
 
Gangi þér vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
04.08.2005.