Heimafæðing og heimaþjónusta

25.07.2006

Fyrst vil ég þakka fyrir frábæran vef sem hefur hjálpað mér mikið.

Ég hef verið að velta fyrir mér að fæða heima ef meðgangan gengur jafnvel og síðast. Ef ég fæði heima, fæ ég þá heimaþjónustu eins og ef ég færi í Hreiðrið?

Og annað, eru það bara þessar 2 ljósmæður sem eru nefndar hér á síðunni sem sinna heimafæðingum í Reykjavík?


Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Ef þú fæðir heima þá færðu heimaþjónustu eins og þær konur sem fara heim af sjúkrahúsi innan 36 tíma fæðingu. Oftast er það þá sama ljósmóðir og tekur á móti hjá þér.

Það var verið að uppfæra listann yfir þær ljósmæður sem taka á móti í heimahúsi og þær eru nú fjórar hér á höfuðborgarsvæðinu eftir því sem best vitum.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. júlí 2006.