Heimafæðing og kisur

13.07.2006

Ég hef mikinn áhuga á heimafæðingu en er með ketti. Er það í lagi?


Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Heimafæðing er alltaf ykkar ákvörðun og það að vera með ketti á ekki að hafa áhrif.
Það hvort þú vilt hafa kettina í kring um þig er hins vegar spurningin sem þú þarft að svara.
Ég hef heyrt nokkrar sögur af hegðun katta í heimafæðingum hér og er hún misjöfn sumir mjög áhugasamir og aðrir ekki.  Ég sé ekki að það að vera með ketti sé fyrirstaða fyrir heimafæðingu.  En ræddu um kettina við ljósmóðurina sem þú færð í heimafæðingu.

Kveðja,

Kristbjörg Magnúsdóttir
ljósmóðir,
12. júlí 2006.