Spurt og svarað

28. janúar 2008

Heimferð eftir tvíburafæðingu

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef. 

Ég geng með tvíbura og mig langar til að vita hvað maður liggur lengi inni eftir tvíburafæðingu, ef allt gengur vel, ég á tvö börn fyrir og báðar fæðingar gengu eftir óskum.
Einnig, er algengara að tvíbura séu teknir með keisara ?

 


 

 Komdu sæl

Ef þú fæðir báða tvíburana eðlilega og ekki fyrir tímann, þér og tvíburunum heilsast vel eftir fæðingu og þeir eru ekki mjög léttir, getur þú farið í Hreiðrið eftir fæðinguna og farið heim eftir sólarhring ef þú vilt. 

Það eru samt auknar líkur á að inngripa sé þörf þegar kona fæðir tvíbura eins og t.d. keisari fyrir seinna barnið.  Konur fæða oft tvíbura fyrr en við 40 vikna meðgöngu og ef þeir fæðast fyrir tímann getur verið að þeir þurfi að vera eitthvað á vökudeild.  Heilsa tvíburanna hefur auðvitað líka áhrif og stærð þeirra og geta til að sjúga brjóst. 

Vona að þetta svari spurningunni.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
28.janúar 2008. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.