Herpes og kynfæravörtur

19.05.2007

Hæ, hæ og takk fyrir frábæran vef.

Mig langar svo að spyrja í sambandi við Herpes. Þannig er að ég fékk kynfæravörtur í fyrsta sinn eftir að ég var ólétt, ljósmóðirin mín leit á þetta og sagði að þetta væri ekki svo mikið að þetta væri örugglega í lagi en núna þegar ég á aðeins mánuð eftir þá finnst mér þetta vera að aukast og hef ég minnst á þetta við ljósmóðurina sem ég er með núna og hún sagði að þetta væri allt í lagi. Mér finnst samt ég ekki getað verið viss því að í öllum greinum sem ég les um Herpes þá segir að það séu meiri líkur á að það smitist til barnsins ef móðir fái einkenni í fyrsta skiptið á meðgöngu

Mynduð þið halda að þetta væru óþarfa áhyggjur í mér?

Með kærri kveðju.


Sæl og blessuð!

Ég held að þú sért að misskilja eitthvað því Herpes og kynfæravörtur er ekki það sama. Ef þú slærð inn þessum leitarorðum hér á „Spurt og svarað“ síðunni þá getur þú lesið bæði um kynfæravörtur og Herpes.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. maí 2007.