Herpes og vatnsfæðing

08.07.2012
Góðan dag

Ef maður er sýktur af herpes en ekki með sár þegar kemur að fæðingu þá má fæða venjulega. En spurningin mín er þessi. Má fæða í vatni eða nota vatn sem verkjameðferð í fæðingunni ef ekki eru virk sár til staðar? Ef það eru engin sár þegar líða fer að fæðingu (ca.
37. - 38. viku) er þá hægt að taka einhverjar töflur til að draga úr líkunum á að sár komi fram?

Takk fyrir frábæran vef!
Sæl!

Það er rétt hjá þér að ef virk sár eru til staðar er ekki talið óhætt að fæða í vatni. Ef engin sár hafa verið til staðar vikurnar fyrir fæðingu og í fæðingunni er ekkert því til fyrirstöðu að nota vatn sem verkjameðferð í fæðingu og fæða í vatninu.
Varðandi fyrirbyggjandi meðferð mæli ég með að þú fáir að ræða við fæðingarlækni í mæðraverndinni þar sem farið er yfir þína sögu. Stundum eru gefin veiruhamlandi lyf frá 36. viku meðgöngu en það er metið í hverju tilfelli fyrir sig. Einnig skiptir máli hvort smitið sé nýtt á meðgöngunni eða hafi verið til staðar fyrir þungn.

Gangi þér vel.

Með kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. júlí 2012