Spurt og svarað

24. ágúst 2007

Hnútur á naflastreng

Sælar!

Mér leikur forvitni á að vita hvort það sé algengt að börn fæðist með hnút á naflastrengnum og hvort það sé hættulegt. Dóttir mín fæddist nefnilega með hnút (eins og laust bundinn rembihnútur) á naflastrengnum og fæðingarlæknirinn kallaði það að hún hafi fæðst með „lukkuhnút“. Hún var reyndar tekin með fyrirframákveðnum keisara vegna sitjandi stöðu, stærðar og fyrri keisara, þannig að það reyndi lítið á „áhættufaktorinn“ í þeirri fæðingu.

Með bestu kveðju og þökkum fyrir mjög svo fróðlegan vef, Stella.


Sæl og blessuð!

Það er ekki algengt að sjá hnút á naflastrengnum en vissulega kemur það fyrir. Svona hnútur getur myndast þegar barnið fer í kollhnís um strenginn. Svona hnútur er í sjálfu sér ekki hættulegur nema ef hann herðist fast því þá getur blóðflæði til barnsins stöðvast eða minnkað. Eins og gefur að skilja getur það haft mjög alvarlegar afleiðingar. Reyndar er naflastrengurinn þannig gerður að jafnvel þó svo barnið liggi á honum eða hann herðist aðeins þá lokast ekki endilega fyrir blóðflæðið því stinnur gelhjúpur varnar því að æðarnar leggist saman.

Vona að þetta skýri málið.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. ágúst 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.