Höfulag eftir sogklukku

27.08.2005

Sælar og takk fyrir frábæran vef.

Mig langar að forvitnast um það hvað það getur tekið langan tíma fyrir höfuðið á ungabarni að komast í eðlilegt horf eftir að notuð var sogklukka í fæðingu.  Dóttir mín er 3ja mánaða gömul og ég tók eftir því núna í gær að það er eins og kollurinn sé eitthvað skakkur hjá henni og ósamræmi virðist vera á eyrunum hennar þ.e.a.s. annað eyrað er aftar en hitt. Getur þetta verið eftir sogklukkuna eða getur þetta komið ef hún sefur meira á annarri
hliðinni eða er hún bara svona?
Ég er nú ekkert með miklar áhyggjur af þessu þetta er ekkert rosalega
áberandi, tók bara eftir þessu þegar ég horfði á hausinn á henni aftan
frá.

Kveðja SH

.....................................................................................................

Sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina.

Það er alltaf erfitt að svara svona hlutum án þess að geta skoðað sjálfur hvað átt er við.  Ég vil ráðleggja þér að láta skoða þetta næst þegar þú ferð með barnið i skoðun, þá geta læknirinn og/eða hjúkrunarfræðingurinn sagt þér sína skoðun.  Höfuðkúpa barnsins er “samsett” úr nokkrum beinum sem mótast þegar barnið fer í gegnum grind móðurinnar þannig að barnið virðist stundum vera með “conehead” eins og sagt er.
Þetta er auðvitað meira áberandi þegar barnið er aðstoðað í heiminn með sogklukku.  Yfirleitt tekur þetta bara nokkra daga að jafna sig.
En eins og ég sagði láttu bara kíkja á þetta, þá getur heilbrigðisstarfsfólkið metið þetta í persónu.

Gangi ykkur vel!
kær kveðja
Guðrún Sigríður Ólafsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
26. ágúst 2005